Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2022 07:43 Frá átökum mótmælenda og lögreglu í Almaty í gær. AP Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. Talsmaður kasakska innanríkisráðuneytisins segir að 26 „vopnaðir glæpamenn“ og átján lögreglumenn hafi látist í átökum þeirra í millum. Mótmæli höfðu staðið víða um land síðustu daga vegna hækkandi eldsneytisverðs. Greint var frá því í gær að ríkisstjórnin hefði farið frá og að forsetinn hefði lýst yfir neyðarástandi víða um land vegna mótmælanna. Þá var víða slökkt á netsambandi til að torvelda allar aðgerðir mótmælenda. This is what it is like in #Almaty tonight #Kazakhstan pic.twitter.com/L5KfehIrQf— Abdujalil A (@abdujalil) January 6, 2022 Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi hafa hvatt bæði kasöksk yfirvöld og mótmælendur að forðast það að beita ofbeldi. BBC segir frá því að rúmlega þrjú þúsund manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu, en búið er að koma upp sjötíu eftirlitsstöðvum lögreglu á vegum víða um land. Tokayev leitaði til öryggisbandalagsins CSTO um aðstoð eftir að mótmælin mögnuðust, en auk Kasaka eiga Rússar, Hvít-Rússar, Tadsíkar og Armenar aðild að bandalaginu. Segir að Rússar hafi sent 2.500 hermenn til að aðstoða kasöksk yfirvöld í baráttunni við mótmælendur og er búist við að þeir verði í Kasakstan í einhverja daga eða jafnvel vikur. Kasakstan Rússland Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Talsmaður kasakska innanríkisráðuneytisins segir að 26 „vopnaðir glæpamenn“ og átján lögreglumenn hafi látist í átökum þeirra í millum. Mótmæli höfðu staðið víða um land síðustu daga vegna hækkandi eldsneytisverðs. Greint var frá því í gær að ríkisstjórnin hefði farið frá og að forsetinn hefði lýst yfir neyðarástandi víða um land vegna mótmælanna. Þá var víða slökkt á netsambandi til að torvelda allar aðgerðir mótmælenda. This is what it is like in #Almaty tonight #Kazakhstan pic.twitter.com/L5KfehIrQf— Abdujalil A (@abdujalil) January 6, 2022 Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi hafa hvatt bæði kasöksk yfirvöld og mótmælendur að forðast það að beita ofbeldi. BBC segir frá því að rúmlega þrjú þúsund manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu, en búið er að koma upp sjötíu eftirlitsstöðvum lögreglu á vegum víða um land. Tokayev leitaði til öryggisbandalagsins CSTO um aðstoð eftir að mótmælin mögnuðust, en auk Kasaka eiga Rússar, Hvít-Rússar, Tadsíkar og Armenar aðild að bandalaginu. Segir að Rússar hafi sent 2.500 hermenn til að aðstoða kasöksk yfirvöld í baráttunni við mótmælendur og er búist við að þeir verði í Kasakstan í einhverja daga eða jafnvel vikur.
Kasakstan Rússland Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49 Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir. 6. janúar 2022 06:49
Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5. janúar 2022 08:58