Enski boltinn

Foreldrar verði settir í bann ef börnin hlaupa inn á völlinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kalvin Phillips ræðir við ungan stuðningsmann Leeds eftir leik liðsins gegn Crystal Palace í lok nóvember á síðasta ári.
Kalvin Phillips ræðir við ungan stuðningsmann Leeds eftir leik liðsins gegn Crystal Palace í lok nóvember á síðasta ári. George Wood/Getty Images

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Leeds United hafa greint frá því að foreldrar og forráðamenn barna sem hlaupa inn á völlinn á leikdegi verði settir í eins árs bann frá leikjum félagsins.

Að undanförnu hafa ungir stuðningsmenn hlaupið inn á völlinn í leikslok í ensku úrvalsdeildinni til að ræða við átrúnaðargoð sín eða biðja þá um að fá að eiga treyjuna þeirra. Í tilkynningu frá Leeds eru stuðningsmenn þó minntir á það að slíkt athæfi er lögbrot.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að þessi regla sé enn mikilvægari nú þegar að heimsfaraldur geisar yfir. Völlurinn á Elland Road, heimavelli Leeds, er hluti af „rauðu svæði“ og þeir sem þangað fara hafa sýnt fram á neikvætt kórónuveirupróf áður en komið er inn á leikvanginn.

„Við umberum ekki að fólk hlaupi inn á völlinn og leggji þannig leikmenn í hættu. Þeir stupningsmenn sem við berum kennsl á verða settir í bann,“ segir einnig í tilkynningunni.

„Nýlega hefur borið á ungum stuðningsmönnum sem hafa verið sendir inn á völlinn, en það verður ekki í boði hvort sem það er fyrir eða eftir leik, eða á meðan leik stendur. Í þessum tilfellum verða foreldrar eða forráðamenn ungu stuðningsmannana settir í eins árs bann frá leikjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×