Fram undan 2022: EM í sumar, HM í desember og kosningar í Frakklandi og Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Kosningar í Frakklandi og Svíþjóð, Vetrarólympíkuleikar í Peking, EM kvenna og HM karla eru meðal þess sem framundan er á árinu. Árið 2021 er liðið og árið 2022 mætt í öllu sínu veldi. „Enginn veit neitt og allir eru að gera sitt besta“ á sem fyrr við á tímum kórónuveirufaraldursins og því ef til vill erfitt að spá fyrir um fréttaárið sem fram undan er. Það er þó ýmislegt á dagskrá... Til dæmis EM í knattspyrnu kvenna í Englandi þar sem íslenska landsliðið hefur leik gegn Belgum í Manchester þann 10. júlí. HM í knattspyrnu karla fer svo fram í Katar, á óvenjulegum tíma, eða í nóvember og desember með tilheyrandi röskun á deildarkeppnum víða um heim. Af vettvangi stjórnmálanna má nefna að forsetakosningar fara fram í Frakklandi og Brasilíu, þingkosningar fara fram í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP27) fer fram í Egyptalandi í nóvember og svo verður Eurovision á sínum stað í maí, í Tórínó á Ítalíu. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem er á dagskrá á árinu 2022 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Vekjum líka athygli á að þegar hefur birst grein um það helsta sem mun gerast í geimferðum og geimvísindum á árinu. HM í knattspyrnu karla fer fram í Katar í nóvember og desember.Getty Einnig má nefna að ef það er eitthvað sem síðustu tvö ár hafa kennt okkur, þá er það heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur áhrif á flest allt sem reynt er að skipuleggja. Er því rétt að taka flestu með einhverjum fyrirvara þar sem tímasetningar gætu breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Janúar Tæknisýningin CES 2022 fer fram í Las Vegas dagana 5. til 8. janúar. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 9. janúar. Afríkumótið í knattspyrnu fer fram í Kamerún dagana 9. janúar til 6. febrúar. Evrópumeistaramót karla í handbolta hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu þann 13. janúar og stendur til 30. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Ungverjum og Hollendingum í riðli. Ár liðið frá því að Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar. Forsetakosningar á Ítalíu fara fram í ítalska þinginu þann 24. janúar. Þingkosningar í Portúgal fara fram 30. janúar. Íbúar í Peking búa sig nú undir Vetrarólympíuleikana.EPA Febrúar Vetrarólympíuleikarnir í Peking fara fram dagana 4. til 20. febrúar. Elísabet Englandsdrottning mun halda upp á að sjötíu ár eru liðin frá því að hún tók við völdum. Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 13. febrúar á SoFi Stadium í Inglewood í Kaliforníu. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu halda uppi fjörinu í hálfleik. Söngvakeppni RÚV fer fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. Mars Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, fara fram í Peking dagana 4. til 13. mars. Forsetakosningar í Suður-Kóreu fara fram þann 9. mars. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 27. mars. Hátíðin er sú 94. í röðinni. EXPO 2020 í Dúbaí lýkur. Emmanuell Macron Frakklandsforseti stefnir að endurkjöri í forsetakosningunum í Frakklandi sem fram fara í apríl.EPA Apríl Forseta- og þingkosningar í Serbíu fara fram 3. apríl. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram 10. og 24. apríl. Emmanuel Macron mun þar sækjast eftir endurkjöri. Fyrri umferð kosninganna fer fram 10. apríl. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður kosið milli tveggja efstu í seinni umferðinni þann 24. apríl. Páskadagur er 17. apríl að þessu sinni. Þingkosningar í Ungverjalandi fara fram í apríl eða maí. Enn á eftir að tilkynna um kjördag. Viktor Orban forsætisráðherra og Fidesz-flokkur hans mun þar reyna að verja stöðu sína. Maí Þingkosningar í Norður-Írlandi fara fram þann 5. maí. Forsetakosningar á Filippseyjum fara fram þann 9. maí. Þar verður kosið um arftaka hins umdeilda Rodrigo Duterte. Eurovision fer fram í Tórínó á Ítalíu dagana 10. til 14. maí. Sveitastjórnarkosningarnarnar á Íslandi verða haldnar þann 14. maí 2022. Þingkosningar í Líbanon fara fram þann 15. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Krestovsky-vellinum í Pétursborg í Rússlandi þann 28. maí. Þingkosningar í Ástralíu fara fram í maí. Enn á eftir að tilkynna um kjördag. Júní Þingkosningar í Frakklandi fara fram dagana 12. og 19. júní. Stelpurnar okkar munu keppa á EM í fótbolta í Englandi í júlí.Hulda Margrét Óladóttir Júlí Evrópumótið í fótbolta kvenna, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram í Englandi, dagana 6. til 31. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Englands og Austurríkis og fer fram á Old Trafford í Manchester. Íslenska liðið er í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum. Leikir íslenska liðsins í riðlinum verða spilaðir í Manchester og Rotherham. Ágúst Frídagur verslunarmanna er 1. ágúst að þessu sinni. Gleðigangan fer fram laugardaginn 6. ágúst. Menningarnótt í Reykjavík fer fram 20. ágúst. September Forsetakosningar í Austurríki fara fram í september. Þingkosningar í Svíþjóð fara fram þann 11. september. Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar og mun leiða Jafnaðarmannaflokkinn í þingkosningnunum sem framundan eru í Svíþjóð og fara fram í september.EPA Október Forsetakosningar í Brasilíu fara fram þann 2. október. Þar mun forsetinn Jair Bolsonaro sækjast eftir endurkjöri. Nóvember Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember. Þar verður kosið um öll 435 þingsætin í fulltrúadeild þingsins og sömuleiðis þriðjung þingsæta öldungadeildarinnar. Þá verður kostið um embætti fjölda ríkisstjóra og fleira. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP27) fer fram í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi dagana 7. til 18. nóvember. HM í knattspyrnu karla fer fram í Katar dagana 21. nóvember til 18. desember. Alls munu 32 lið etja þar kappi og Frakkar reyna að verja heimsmeistaratitilinn. Desember Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á laugardegi að þessu sinni. Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Það er þó ýmislegt á dagskrá... Til dæmis EM í knattspyrnu kvenna í Englandi þar sem íslenska landsliðið hefur leik gegn Belgum í Manchester þann 10. júlí. HM í knattspyrnu karla fer svo fram í Katar, á óvenjulegum tíma, eða í nóvember og desember með tilheyrandi röskun á deildarkeppnum víða um heim. Af vettvangi stjórnmálanna má nefna að forsetakosningar fara fram í Frakklandi og Brasilíu, þingkosningar fara fram í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP27) fer fram í Egyptalandi í nóvember og svo verður Eurovision á sínum stað í maí, í Tórínó á Ítalíu. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem er á dagskrá á árinu 2022 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Vekjum líka athygli á að þegar hefur birst grein um það helsta sem mun gerast í geimferðum og geimvísindum á árinu. HM í knattspyrnu karla fer fram í Katar í nóvember og desember.Getty Einnig má nefna að ef það er eitthvað sem síðustu tvö ár hafa kennt okkur, þá er það heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur áhrif á flest allt sem reynt er að skipuleggja. Er því rétt að taka flestu með einhverjum fyrirvara þar sem tímasetningar gætu breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Janúar Tæknisýningin CES 2022 fer fram í Las Vegas dagana 5. til 8. janúar. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 9. janúar. Afríkumótið í knattspyrnu fer fram í Kamerún dagana 9. janúar til 6. febrúar. Evrópumeistaramót karla í handbolta hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu þann 13. janúar og stendur til 30. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Ungverjum og Hollendingum í riðli. Ár liðið frá því að Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar. Forsetakosningar á Ítalíu fara fram í ítalska þinginu þann 24. janúar. Þingkosningar í Portúgal fara fram 30. janúar. Íbúar í Peking búa sig nú undir Vetrarólympíuleikana.EPA Febrúar Vetrarólympíuleikarnir í Peking fara fram dagana 4. til 20. febrúar. Elísabet Englandsdrottning mun halda upp á að sjötíu ár eru liðin frá því að hún tók við völdum. Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 13. febrúar á SoFi Stadium í Inglewood í Kaliforníu. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu halda uppi fjörinu í hálfleik. Söngvakeppni RÚV fer fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. Mars Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, fara fram í Peking dagana 4. til 13. mars. Forsetakosningar í Suður-Kóreu fara fram þann 9. mars. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 27. mars. Hátíðin er sú 94. í röðinni. EXPO 2020 í Dúbaí lýkur. Emmanuell Macron Frakklandsforseti stefnir að endurkjöri í forsetakosningunum í Frakklandi sem fram fara í apríl.EPA Apríl Forseta- og þingkosningar í Serbíu fara fram 3. apríl. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram 10. og 24. apríl. Emmanuel Macron mun þar sækjast eftir endurkjöri. Fyrri umferð kosninganna fer fram 10. apríl. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður kosið milli tveggja efstu í seinni umferðinni þann 24. apríl. Páskadagur er 17. apríl að þessu sinni. Þingkosningar í Ungverjalandi fara fram í apríl eða maí. Enn á eftir að tilkynna um kjördag. Viktor Orban forsætisráðherra og Fidesz-flokkur hans mun þar reyna að verja stöðu sína. Maí Þingkosningar í Norður-Írlandi fara fram þann 5. maí. Forsetakosningar á Filippseyjum fara fram þann 9. maí. Þar verður kosið um arftaka hins umdeilda Rodrigo Duterte. Eurovision fer fram í Tórínó á Ítalíu dagana 10. til 14. maí. Sveitastjórnarkosningarnarnar á Íslandi verða haldnar þann 14. maí 2022. Þingkosningar í Líbanon fara fram þann 15. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Krestovsky-vellinum í Pétursborg í Rússlandi þann 28. maí. Þingkosningar í Ástralíu fara fram í maí. Enn á eftir að tilkynna um kjördag. Júní Þingkosningar í Frakklandi fara fram dagana 12. og 19. júní. Stelpurnar okkar munu keppa á EM í fótbolta í Englandi í júlí.Hulda Margrét Óladóttir Júlí Evrópumótið í fótbolta kvenna, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram í Englandi, dagana 6. til 31. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Englands og Austurríkis og fer fram á Old Trafford í Manchester. Íslenska liðið er í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum. Leikir íslenska liðsins í riðlinum verða spilaðir í Manchester og Rotherham. Ágúst Frídagur verslunarmanna er 1. ágúst að þessu sinni. Gleðigangan fer fram laugardaginn 6. ágúst. Menningarnótt í Reykjavík fer fram 20. ágúst. September Forsetakosningar í Austurríki fara fram í september. Þingkosningar í Svíþjóð fara fram þann 11. september. Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar og mun leiða Jafnaðarmannaflokkinn í þingkosningnunum sem framundan eru í Svíþjóð og fara fram í september.EPA Október Forsetakosningar í Brasilíu fara fram þann 2. október. Þar mun forsetinn Jair Bolsonaro sækjast eftir endurkjöri. Nóvember Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember. Þar verður kosið um öll 435 þingsætin í fulltrúadeild þingsins og sömuleiðis þriðjung þingsæta öldungadeildarinnar. Þá verður kostið um embætti fjölda ríkisstjóra og fleira. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP27) fer fram í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi dagana 7. til 18. nóvember. HM í knattspyrnu karla fer fram í Katar dagana 21. nóvember til 18. desember. Alls munu 32 lið etja þar kappi og Frakkar reyna að verja heimsmeistaratitilinn. Desember Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á laugardegi að þessu sinni.
Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01