Innlent

Segist hafa fengið „inni­halds­­laust“ bréf frá Katrínu

Atli Ísleifsson skrifar
Kári Stefánsson birti opið bréf til ríkisstjórnarinnar milli jóla og nýárs þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar vegna deilna ÍE og Persónuverndar.
Kári Stefánsson birti opið bréf til ríkisstjórnarinnar milli jóla og nýárs þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar vegna deilna ÍE og Persónuverndar. Vísir/Vilhelm

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur.

Kári segir þetta í samtali við Fréttablaðið. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum.

Kári birti svo opið bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar. Þar gerði hann jafnframt miklar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar.

Haft er eftir Kára að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála.

Forsætisráðherra bendir ennfremur á að það sé hlutverk dómstóla að leggja mat á réttmæti einstakra úrlausna og hvort stofnanir fari út fyrir verksvið sitt.

„Ríkisstjórnin treysti því að Persónuvernd líkt og önnur stjórnvöld séu í góðri trú að vinna eftir lögum með almannaheill og meðalhóf að leiðarljósi,“ segir í svari Katrínar þar sem hún tekur jafnframt fram að aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar í baráttunni faraldrinum verði seint fullþökkuð.

Uppfært: Kári Stefánsson hefur dregið fyrri ummæli sín til baka og sagt þau byggð á misskilningi. 


Tengdar fréttir

Fer fram á að ríkis­stjórnin for­dæmi á­kvörðun Per­sónu­verndar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum.

Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar

Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.