„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 12:59 Mistökin gerast á bestu bæjum og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir mikilvægt að fram komi að fyrirtækið hafi almennt átt í góðu samstarfi við stjórnvöld. Vísir/baldur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í dag að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi, þar sem Kári óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar, hafi verið innihaldslaust og í því ekki falist neinn stuðningur. „Ég hafði ekki lesið þetta bréf hennar Katrínar til hlítar og það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta, að út úr þessu kom misskilningur,“ segir Kári nú í samtali við Vísi. Persónuvernd birti í nóvember ákvarðanir þar sem fram kom að bæði Íslensk erfðagreining og Landspítali hafa brotið persónuverndarlög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum vorið 2020. Katrín sammála túlkun Kára Kári og ÍE hafa gert alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Persónuverndar og hyggjast láta reyna á niðurstöðuna fyrir dómstólum. „Katrín hefur veitt okkur nákvæmlega allan þann stuðning sem ég bað um í opna bréfinu sem ég sendi ríkisstjórninni, þannig að ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Þetta bréf endurspeglar þá góðu samvinnu sem hefur verið milli okkar og stjórnvalda í vinnunni við þennan faraldur,“ segir Kári. Í bréfinu hafi komið fram að Katrín væri sammála þeirri túlkun ÍE og sóttvarnalæknis að fyrirtækið hafi með mótefnamælingunum í byrjun apríl 2020 verið að hlúa að sóttvörnum. „Við vorum ekki að vinna að vísindarannsókn að gamni okkar eins og Persónuvernd ályktaði,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Ekki beðið forsætisráðherra um að skipta sér af ákvörðun Persónuverndar „Það er sjálfsagt að vera kaþólskur í allri persónuvernd en ég skil ekki hvernig Persónuvernd dettur í hug að halda að hún sé sú stofnun sem ákvarði hvort eitthvað séu sóttvarnir eða ekki, hún finni hjá sér hvöt til að gagna gegn sóttvarnalækni. Það er dálítið skringilegt. Þarna í byrjun aprílmánaðar er pestin alveg ný og við erum að reyna að finna út hvað hún sé að gera og hvernig eigi að bregðast við. Við vorum að vinna að beiðni sóttvarnalæknis og Persónuvernd ályktar að við höfum ekki verið að vinna að sóttvörnum.“ Haft var eftir Kára í frétt Fréttablaðsins í dag að í svari Katrínar bendi hún á að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvelli laga og því séu hendur ráðherra bundnar varðandi afstöðu til einstakra mála. Kári segir það ekki rétt að þetta komi fram í umræddu bréfi. „Við vorum ekki að biðja forsætisráðherra um að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Persónuverndar, því að því leyti eru hendur ríkisstjórnarinnar bundnar. Við vorum að biðja hana um að tjá skoðun sína á málinu og þar segir hún alveg klárlega að hún sé sammála sóttvarnalækni og að við höfum verið að vinna að sóttvörnum og engu öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5. janúar 2022 07:39
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. 27. desember 2021 19:31
Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. 6. desember 2021 16:24
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. 29. nóvember 2021 14:02