Erlent

Trump og tveimur börnum hans stefnt

Samúel Karl Ólason skrifar
Ivanka Trump og Donald Trump yngri hefur verið stefnt til viðbótar við Trump sjálfan. Eftir að hann varð forseti komu börn hans að rekstri fyrirtækis Trumps í New York.
Ivanka Trump og Donald Trump yngri hefur verið stefnt til viðbótar við Trump sjálfan. Eftir að hann varð forseti komu börn hans að rekstri fyrirtækis Trumps í New York. AP/Evan Vucci

Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps.

Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni.

Hún vill einnig koma höndum yfir skjöl frá fyrirtækinu vegna rannsóknarinnar sem snýr meðal annars að því hvernig Trump verðmat eignir sínar. Rætt var við Eric Trump vegna rannsóknarinnar í október 2020.

Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort að Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.

Sjá einnig: Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump

Stefnurnar gegn þremenningunum voru opinberaðar í gær, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en lögmenn Trumps kröfðust þes í gær að þær yrðu felldar niður því þær væru „fordæmalausar“ og brytu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Lögmenn Trumps segja að James geti ekki komið að tveimur mismunandi rannsóknum gegn fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Þeir saka hana um að reyna að verða sér út um vitnisburð í þessu máli til að nota gegn Trump í glæparannsókninni, samkvæmt frétt New York Times.

Mismunandi reglur gilda fyrir vitnisburði í málum sem þessum en í rannsókn James njóta þremenningarnir ekki sömu réttinda varðandi vitnisburð og í glæparannsókninni. Lögmennirnir segja James reyna að stytta sér leið í gegnum dómskerfið.

Lögmenn Trumps hafa höfðað mál gegn James með því markmiði að stöðva rannsókn hennar á þeim grundvelli að hún sé pólitísks eðlis og brjóti á réttindum skjólstæðings þeirra.


Tengdar fréttir

Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð.

Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin

Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins.

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Trump stefnir frænku sinni og New York Times

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.