Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2022 08:47 Landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru mjög víggirt og þakin girðingum, gaddavír, varðstöðvum og jafnvel jarðsprengjum. AP/Ahn Young-joon Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira