Innlent

Eftir­lýstur hand­tekinn í verslunar­mið­stöð og ungar konur vegna slags­mála

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um vatnsleka frá íbúð í gær en þegar húsráðandi kom á vettvang kom í ljós að fíkniefnaræktun var stunduð í íbúðinni. Var húsráðandi handtekinn.
Lögreglu barst tilkynning um vatnsleka frá íbúð í gær en þegar húsráðandi kom á vettvang kom í ljós að fíkniefnaræktun var stunduð í íbúðinni. Var húsráðandi handtekinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð til vegna manns í verslunarmiðstöð sem grunaður var um þjófnað. Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur af lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar greinir ekki frá því hvers vegna maðurinn var eftirlýstur.

Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi vegna vandræða á hótelum en í annað skiptið var tilkynnt um mann á vappi sem var ekki gestur umrædds hótels. Við öryggisleit fundust fíkniefni á manninum og var hann fluttur á lögreglustöð.

Í seinna skiptið var um að ræða slagsmál tveggja ungra kvenna en þær voru báðar handteknar grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Voru þær sömuleiðis fluttar á lögreglustöð en látnar lausar eftir samtal.

Tvær tilkynningar bárust lögreglu um eld; annars vegar í ruslatunnu við Grasagarðin og hins vegar um eld í girðingu umhverfis ruslatunnur í póstnúmerinu 110.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×