Innlent

Sjö af átta með Covid-19 á gjörgæslu óbólusettir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sjö af þeim átta sjúklingum sem eru á gjörgæslu með Covid-19 eru óbólusettir. 
Sjö af þeim átta sjúklingum sem eru á gjörgæslu með Covid-19 eru óbólusettir.  Vísir/Einar Árnason

Tuttugu og tveir eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Átta eru á gjörgæslu en sex þeirra eru í öndunarvél.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði frá Landspítala. Þar kemur jafnframt fram að sjö af þeim átta sem eru á gjörgæslu með Covid-19 eru óbólusettir. 

Tveir þeirra sem eru inniliggjandi á spítalanum með Covid-19 eru með ómíkron-afbrigði veirunnar. Fjórtán þeirra eru með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. 

548 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær. Það eru mun færri en greinst hafa hér á landi síðustu daga, en þann 30. desember greinust alls 1.557 smitaðir af veirunni innanlands. Aðrar eins tölur hafa komið fram síðustu daga og dagana á undan. 

Alls eru nú 7.605 í einangrun vegn veirunnar og 6.075 í sóttkví. 7.163 eru í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans, þar af 1.647 börn. 

Mikil mannekla hefur verið á Landspítalanum að undanförn vegna veirunnar. Alls eru nú 182 starfsmenn spítalans í einangrun. 


Tengdar fréttir

Ekki til skoðunar að stytta ein­angrun meira í bili

Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×