Innlent

Vind­myllan í Þykkva­bæ brann á ný­árs­dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vindmyllurnar hafa nú báðar eyðilagst í bruna.
Vindmyllurnar hafa nú báðar eyðilagst í bruna. Stöð 2

Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017.

Slökkvilið Brunavarna Rangárvallasýslu var kallað út rétt eftir klukkan þrjú, síðdegis í gær vegna elds sem kominn var upp í myllunni. Grunur er um að myllan hafi farið af stað í rokinu í gær en verið í bremsu og eldur kviknað út frá ofhitnun. Sunnlenska.is greindi frá þessu í gær. 

Átján slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var nokkuð viðbragð við mylluna en lítið var þó hægt að gera.

„Það er voðalega lítið hægt að gera þegar svona mylla brennur. Við erum ekki að fara upp í myllur eða sprauta á þær sjálfar. Við erum aðallega bara að slökkva í því sem er í kring um þær,“ segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu. 

Betur hafi farið en á horfðist en eldurinn var töluverður í myllunni.

„Já, töluverður til að byrja með. Það var ýmislegt plastdrasl að brenna þarna sem fauk yfir nærliggjandi svæði.“

„Það var kannski eina hættan þarna á tímabili hvað þetta fauk út um allt, glóð og eldur,“ segir Leifur. 

Mikið álag hefur verið á slökkviliðum landsins undanfarna daga við að slökkva sinuelda og aðra elda sem kviknað hafa út frá flugeldum eða áramótabrennum. Sama var uppi á teningnum í Rangárvallasýslu.

„Við vorum þarna 29. desember í sinubruna eftir flugelda. Síðan var þarna á gamlárskvöld, þá var aðeins brunnið í Hvolsfjalli við Hvolsvöll þar sem kviknaði í út frá flugeldasýningunni og svo aftur í gær, þá vorum við í sinueldum við Rauðalæk,“segir Leifur.


Tengdar fréttir

Fær ekki hærri vindmyllur

BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.