Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 13:05 Vindmyllurnar hafa nú báðar eyðilagst í bruna. Stöð 2 Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. Slökkvilið Brunavarna Rangárvallasýslu var kallað út rétt eftir klukkan þrjú, síðdegis í gær vegna elds sem kominn var upp í myllunni. Grunur er um að myllan hafi farið af stað í rokinu í gær en verið í bremsu og eldur kviknað út frá ofhitnun. Sunnlenska.is greindi frá þessu í gær. Átján slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var nokkuð viðbragð við mylluna en lítið var þó hægt að gera. „Það er voðalega lítið hægt að gera þegar svona mylla brennur. Við erum ekki að fara upp í myllur eða sprauta á þær sjálfar. Við erum aðallega bara að slökkva í því sem er í kring um þær,“ segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu. Betur hafi farið en á horfðist en eldurinn var töluverður í myllunni. „Já, töluverður til að byrja með. Það var ýmislegt plastdrasl að brenna þarna sem fauk yfir nærliggjandi svæði.“ „Það var kannski eina hættan þarna á tímabili hvað þetta fauk út um allt, glóð og eldur,“ segir Leifur. Mikið álag hefur verið á slökkviliðum landsins undanfarna daga við að slökkva sinuelda og aðra elda sem kviknað hafa út frá flugeldum eða áramótabrennum. Sama var uppi á teningnum í Rangárvallasýslu. „Við vorum þarna 29. desember í sinubruna eftir flugelda. Síðan var þarna á gamlárskvöld, þá var aðeins brunnið í Hvolsfjalli við Hvolsvöll þar sem kviknaði í út frá flugeldasýningunni og svo aftur í gær, þá vorum við í sinueldum við Rauðalæk,“segir Leifur. Slökkvilið Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft. 6. júlí 2017 14:07 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Slökkvilið Brunavarna Rangárvallasýslu var kallað út rétt eftir klukkan þrjú, síðdegis í gær vegna elds sem kominn var upp í myllunni. Grunur er um að myllan hafi farið af stað í rokinu í gær en verið í bremsu og eldur kviknað út frá ofhitnun. Sunnlenska.is greindi frá þessu í gær. Átján slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var nokkuð viðbragð við mylluna en lítið var þó hægt að gera. „Það er voðalega lítið hægt að gera þegar svona mylla brennur. Við erum ekki að fara upp í myllur eða sprauta á þær sjálfar. Við erum aðallega bara að slökkva í því sem er í kring um þær,“ segir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu. Betur hafi farið en á horfðist en eldurinn var töluverður í myllunni. „Já, töluverður til að byrja með. Það var ýmislegt plastdrasl að brenna þarna sem fauk yfir nærliggjandi svæði.“ „Það var kannski eina hættan þarna á tímabili hvað þetta fauk út um allt, glóð og eldur,“ segir Leifur. Mikið álag hefur verið á slökkviliðum landsins undanfarna daga við að slökkva sinuelda og aðra elda sem kviknað hafa út frá flugeldum eða áramótabrennum. Sama var uppi á teningnum í Rangárvallasýslu. „Við vorum þarna 29. desember í sinubruna eftir flugelda. Síðan var þarna á gamlárskvöld, þá var aðeins brunnið í Hvolsfjalli við Hvolsvöll þar sem kviknaði í út frá flugeldasýningunni og svo aftur í gær, þá vorum við í sinueldum við Rauðalæk,“segir Leifur.
Slökkvilið Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft. 6. júlí 2017 14:07 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft. 6. júlí 2017 14:07
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Fær ekki hærri vindmyllur BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. 10. janúar 2018 06:00