Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. vísir/andri marinó „Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
„Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent