Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 14:07 Steingrímur Erlingsson við vindmyllurnar tvær í Þykkvabæ. Biokraft Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni. Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni.
Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira