Innlent

Fær ekki hærri vindmyllur

Sveinn Arnarsson skrifar
Steingrímur Erlingsson við eina af vindmyllum sínum.
Steingrímur Erlingsson við eina af vindmyllum sínum. mynd/Biokraft
Deiliskipulagstillaga Steingríms Erlingssonar, eiganda Biokraft, sem gerði ráð fyrir hærri vindmyllum en áður með lengri spöðum, var felld á síðasta fundi skipulagsráðs Rangárþings ytra.

BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð. Tillagan var auglýst og bárust 63 athugasemdir við breytingartillöguna.

Alls bárust 62 athugasemdir frá íbúum sveitarfélagsins. Einnig barst umsögn heilbrigðiseftirlitsins sem sagði að gera þurfi grein fyrir áhrifum rekstrarins á hljóðvist í nágrenni við myllurnar og jafnframt að framkvæmdin geti haft áhrif á landnotkun nærliggjandi jarða.

Skipulagsnefnd tók tillit til þessara athugasemda og hafnaði því tillögu Steingríms.




Tengdar fréttir

Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota

Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×