„Eina sem við köllum eftir með VAR er samræmi“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. janúar 2022 15:18 Þjálfarateymi Arsenal á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty Albert Stuivenberg stýrði Arsenal liðinu í fjarveru knattspyrnustjórans Mikel Arteta þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt fyrir Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal náði forystu í leiknum og léku raunar frábærlega, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við erum mjög ósáttir með niðurstöðu leiksins eftir að hafa spilað svona leik við eitt besta fótboltalið heims. Að sitja uppi með ekkert stig er pirrandi því við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Stuivenberg í leikslok. Arsenal gerði tilkall til vítaspyrnu snemma leiks. Dómari leiksins sá ekki ástæðu til að skoða atvikið sjálfur í VAR-skjánum en gerði það svo í síðari hálfleik þegar Man City fékk vítaspyrnu. „Mér fannst þetta vera víti en það eina sem við erum að biðja um er samræmi. Við erum að nota VAR svo afhverju skoðar dómarinn ekki atvikið? Það gerðist ekki og það er svekkjandi.“ „Við spiluðum virkilega, virkilega vel. Hvað fengum við eiginlega mörg færi? Þeir skora svo heppnismark alveg í restina,“ sagði Stuivenberg. Hann kvartaði þó lítið yfir rauða spjaldinu sem Gabriel fékk. „Við verðum að læra af þessu. Við höfum unga leikmenn í okkar liði og við verðum að hafa stjórn á tilfinningunum. Ég veit ekki hvort fyrra spjaldið hafi verið fyrir að stíga á vítapunktinn. Ég hef ekki getað spurt dómarann. En á gulu spjaldi verður þú að vera klókari,“ sagði Stuivenberg. Enski boltinn Tengdar fréttir Ellefu stiga forskot Man City eftir dramatískan sigur á Arsenal Arsenal og Manchester City mættust í bráðfjörugum leik í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðin áttust við á heimavelli Arsenal í Lundúnum. 1. janúar 2022 14:33 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Arsenal náði forystu í leiknum og léku raunar frábærlega, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við erum mjög ósáttir með niðurstöðu leiksins eftir að hafa spilað svona leik við eitt besta fótboltalið heims. Að sitja uppi með ekkert stig er pirrandi því við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Stuivenberg í leikslok. Arsenal gerði tilkall til vítaspyrnu snemma leiks. Dómari leiksins sá ekki ástæðu til að skoða atvikið sjálfur í VAR-skjánum en gerði það svo í síðari hálfleik þegar Man City fékk vítaspyrnu. „Mér fannst þetta vera víti en það eina sem við erum að biðja um er samræmi. Við erum að nota VAR svo afhverju skoðar dómarinn ekki atvikið? Það gerðist ekki og það er svekkjandi.“ „Við spiluðum virkilega, virkilega vel. Hvað fengum við eiginlega mörg færi? Þeir skora svo heppnismark alveg í restina,“ sagði Stuivenberg. Hann kvartaði þó lítið yfir rauða spjaldinu sem Gabriel fékk. „Við verðum að læra af þessu. Við höfum unga leikmenn í okkar liði og við verðum að hafa stjórn á tilfinningunum. Ég veit ekki hvort fyrra spjaldið hafi verið fyrir að stíga á vítapunktinn. Ég hef ekki getað spurt dómarann. En á gulu spjaldi verður þú að vera klókari,“ sagði Stuivenberg.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ellefu stiga forskot Man City eftir dramatískan sigur á Arsenal Arsenal og Manchester City mættust í bráðfjörugum leik í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðin áttust við á heimavelli Arsenal í Lundúnum. 1. janúar 2022 14:33 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Ellefu stiga forskot Man City eftir dramatískan sigur á Arsenal Arsenal og Manchester City mættust í bráðfjörugum leik í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðin áttust við á heimavelli Arsenal í Lundúnum. 1. janúar 2022 14:33