Spítalainnlögnum barna fjölgar ört í Bandaríkjunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 20:18 Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar ört í Bandaríkjunum. AP/Nam Y. Huh Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar nú ört í Bandaríkjunum. Innlagnir barna í Bandaríkjunum hafa nær aldrei verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en faraldurinn er í miklum vexti þar í landi. Sérfræðingar hafa áhyggjur af stöðunni enda lítill fjöldi barna bólusettur. Yfir hátíðarnar lögðust rúmlega 300 börn inn á spítala á dag sem er 58% meira en var í vikunni fyrir jól. Læknar segja þó að veikindi virðist vægari nú en áður, til dæmis þegar delta-afbrigði kórónuveirunnar var allsráðandi. Börn eru þó enn í miklum minnihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna veirunnar. Um 14% barna á aldrinum fimm til ellefu ára eru fullbólusett í Bandaríkjunum. Þá eru um 53% barna á aldrinum tólf til sautján ára bólusett sem er ívið hærra hlutfall. Það var ekki fyrr en í nóvember á þessu ári sem bólusetningar á yngri börnum hófust og eiga því mörg börn eftir að fá seinni skammt bólusetningarinnar. Í frétt AP News segir að margir foreldrar hafi áhyggjur af stöðunni enda hafi bólusetning yngri barna farið hægt af stað: „Við höfum skipulagt líf okkar í kringum veiruna síðustu tvö árin og fengum loks að bólusetja barnið okkar, en okkar versta martröð varð að veruleika. Of skammur tími leið og dóttir okkar smitaðist af Covid áður en líkami hennar náði að byggja upp ónæmi,“ segir móðir sex ára stúlku í viðtali við fréttaveituna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Sérfræðingar hafa áhyggjur af stöðunni enda lítill fjöldi barna bólusettur. Yfir hátíðarnar lögðust rúmlega 300 börn inn á spítala á dag sem er 58% meira en var í vikunni fyrir jól. Læknar segja þó að veikindi virðist vægari nú en áður, til dæmis þegar delta-afbrigði kórónuveirunnar var allsráðandi. Börn eru þó enn í miklum minnihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna veirunnar. Um 14% barna á aldrinum fimm til ellefu ára eru fullbólusett í Bandaríkjunum. Þá eru um 53% barna á aldrinum tólf til sautján ára bólusett sem er ívið hærra hlutfall. Það var ekki fyrr en í nóvember á þessu ári sem bólusetningar á yngri börnum hófust og eiga því mörg börn eftir að fá seinni skammt bólusetningarinnar. Í frétt AP News segir að margir foreldrar hafi áhyggjur af stöðunni enda hafi bólusetning yngri barna farið hægt af stað: „Við höfum skipulagt líf okkar í kringum veiruna síðustu tvö árin og fengum loks að bólusetja barnið okkar, en okkar versta martröð varð að veruleika. Of skammur tími leið og dóttir okkar smitaðist af Covid áður en líkami hennar náði að byggja upp ónæmi,“ segir móðir sex ára stúlku í viðtali við fréttaveituna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira