Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 11:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir hægt að treysta fyrirtækjum varðandi vinnusóttkví enda hafi þau mörg hver gripið til eigin sóttvarnaráðstafana. Það sé ekki fyrirtækjum í haga að margir starfsmenn smitist. Stöð 2/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09