Innlent

Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikill eldur logaði á svæðinu.
Mikill eldur logaði á svæðinu. Lögreglan

Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins.

Eldurinn uppgötvaðist eftir að lögreglu var tilkynnt um mikinn reyk um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi sem lagði frá neðra svæði Kubbs á Nýja hrauni.

Í tilkynningu frá lögreglu er óskað eftir upplýsingum um mannaferðir á svæði Kubbs í gærkvöldi í þágu rannsóknar málsins. Fólk sem telur sig búa yfir upplýsingum sem varpað gæti ljósi á málið er hvatt til að hafa samband við lögreglu í síma 444 2090 eða í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×