Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 10:25 Fólk syrgir þá sem myrtir voru í Denver á dögunum. AP/David Zalubowski Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05