Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 22:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39