Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2021 15:15 Myndin er frá bólusetningum í Laugardalshöll en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/vilhelm Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í. Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Fréttablaðið greindi í gær frá því að Héraðsdómur Reykjaness hefði staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis að einstaklingurinn þyrfti að sæta fyrrnefndri sóttkví. Var ákvörðunin á grundvelli þess að einstaklingurinn hafði verið í nálægð við fólk smitað af Covid-19 á tveimur mismunandi tímum. Í tilkynningu Gunnars Inga Jóhannssonar lögmanns segir: „Umbjóðandi minn er þríbólusettur, hefur margsinnis gengið undir pcr-próf sem öll reyndust neikvæð, og verið samfellt útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember sl. án þess að smitast. Umbjóðandi minn telur þann tíma sem hann hefur verið skikkaður til að vera í sóttkví, þ.e. 23 dagar, óhóflegan auk þess sem hann telur margvíslega meinbugi á málsmeðferð sóttvarnarlæknis.“ Málið verði að öðru leyti ekki rekið í fjölmiðlum hér eftir. Óvíst er hvenær Landsréttur kveður upp úrskurð sinn í málinu. Svo gæti farið að viðkomandi væri laus úr sóttkví áður en úrskurður fellur. Þar með væri uppi skortur á lögvörðum hagsmunum einstaklingsins enda ekki lengur í sóttkví. Fleiri mál hafa verið rekin fyrir dómstólum gegn sóttvarnalækni. Þannig staðfesti héraðsdómur í gærkvöldi ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greindust með Covid-19. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, rekur málin og segir til skoðunar að fara með þau fyrir Landsrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent