Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. desember 2021 23:22 Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Stöð 2 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18