Schmeichel skoðaði spyrnur Salah ekki fyrir leikinn: „Ég fékk bara einhverja tilfinningu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 23:31 Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah í kvöld. Malcolm Couzens/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var algjörlega frábær er liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði meðal annars víti frá Mohamed Salah, en segist ekki hafa skoðað spyrnur Egyptans sérstaklega fyrir leikinn. „Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
„Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57