Schmeichel skoðaði spyrnur Salah ekki fyrir leikinn: „Ég fékk bara einhverja tilfinningu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 23:31 Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah í kvöld. Malcolm Couzens/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var algjörlega frábær er liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði meðal annars víti frá Mohamed Salah, en segist ekki hafa skoðað spyrnur Egyptans sérstaklega fyrir leikinn. „Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
„Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57