Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 22:29 Boris Johnson hlakkar eflaust til áramótanna. Tolga Akmen/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira