Um klukkan 18 í gær var tilkynnt um eignaspjöll í Hlíðahverfi en þar var búið að stinga gat á hjólbarða bifreiðar.
Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslunarmiðstöð í Seljahverfi. Þar var rúða brotin í útihurð verslunar og farið inn. Ekki er vitað hverju var stolið.
Upp úr klukkan 19 var síðan tilkynnt um innbrot og eignaspjöll í fyrirtæki í póstnúmerinu 111. Búið var að brjóta rúðu í útihurð á fyrirtæki. Ekki er vitað hvort farið var inn né hvort einhverju var stolið.