Innlent

Mikill við­búnaður vegna elds í bíla­­geymslu í Selja­hverfi

Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa
Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað vegna eldsins. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað vegna eldsins. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna elds í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti. Slökkvistarf gekk vel en þrír bílar brunnu.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var mikill eldur í geymslunni þegar slökkvilið bar að garði. Nokkrir bílar loguðu og var mikill reykur og hiti í bílakjallaranum. Slökkvistarf mun þó hafa gengið nokkuð vel og eru slökkviliðsmenn byrjaðir að skila sér aftur í hús.

Engan sakaði í brunanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru 26 bílar í bílakjallaranum og er unnið að reykræstingu.

Eins og áður segir brunnu þrír bílar en eldurinn er talinn hafa kviknað í einum þeirra.

Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×