Erlent

Eldgosinu á La Palma lokið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ösku þakið hús sést hér við gossprungu.
Ösku þakið hús sést hér við gossprungu. AP/Emilio Morenatti

Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni.

Enn er þó neyðarástand á hluta eyjarinnar, þar sem gosið olli mikilli eyðileggingu. Meðal þess sem fór í gosinu voru 3.000 byggingar, bananaplantekrur, vínekrur og landbúnaðar- og samgönguinnviðir. Gosið olli þó engu manntjóni með beinum hætti. Þó hafa andlát verið óbeint rakin til gossins.

AP-fréttaveitan hefur eftir Julio Pérez, sem fer fyrir viðbragðsteymi vegna hamfara á Kanaríeyjum, að goslokin séu mikill léttir.

„Það er engin gleði eða ánægja – hvernig eigum við skilgreina hvernig okkur líður? Þetta er andlegur léttur. Og von. Því nú getum við beitt okkur og einblínt á uppbyggingu,“ sagði Pérez.

Þó að gosinu sé lokið er staðan á þeim hluta eyjunnar þar sem gosið reið yfir afar slæm. Þessi mynd var tekin í lok nóvember, þegar gosið var enn í fullu fjöri.AP/Emilio Morenatti


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×