Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 13:24 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að málinu verði áfrýjað á öllum dómsstigum. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“ Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03