Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:10 Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómsháldi klukkan 14 þar sem málið verður kynnt. Vísir/Vilhelm Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun. Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar. Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar.
Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52