Innlent

Suður­lands­vegur lokaður eftir harðan á­rekstur

Eiður Þór Árnason skrifar
Suðurlandsvegur er lokaður rétt austan við Þingborg. Myndin er úr safni.
Suðurlandsvegur er lokaður rétt austan við Þingborg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir.  

Miklar umferðartafir eru á Suðurlandsvegi vegna þessa. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi stendur rannsókn enn yfir á vettvangi og má búast við því að Suðurlandsvegur verði lokaður fram til 20:30 hið minnsta. Ökumönnum er bent á hjáleið um 305 Villingaholtsveg eða 302 Urriðafossveg. 

Uppfært: Suðurlandsvegur var opnaður fyrir umferð á ný á tíunda tímanum.

Fyrr í kvöld varaði lögregla við mikilli ísingu sem er nú að myndast á vegum í Árnessýslu. Klukkan 17 höfðu tvær bílveltur orðið í uppsveitum Árnessýslu en í hvorugt skipti urðu alvarleg meiðsli.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×