Sonur Zlatan Ibrahimovic vill nú skipta um eftirnafn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 16:00 Zlatan Ibrahimovic er enn að spila og gera góða hluti með AC Milan í ítölsku deildinni. Fjölskylda hans er samt heima í Svíþjóð. Getty/Nicolò Campo Synir Zlatans Ibrahimovic hafa verið að æfa hjá Hammarby en ekki undir nafni föður síns. Nú vill sá eldri taka upp hið heimsfræga nafn föður síns. Strákarnir hans Ibrahimovic skráðu sig hjá Hammarby undir eftirnafni móður sinnar til að forðast pressuna og athyglina sem kæmi um leið og menn sjá Ibrahimovic nafnið. Zlatan sagði blaðamanni Dagens Nyheder frá því að eldri strákurinn hans vilji nú vera Ibrahimovic. Zlatan Ibrahimovic avslöjar sonens val: Inte viktigt för mig https://t.co/9cWnhxF7To— Sportbladet (@sportbladet) December 19, 2021 „Hann hefur valið það að vera Ibrahimovic,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við DN. Ibrahimovic hefur átt hlut í Hammarby IF síðan árið 2019. Hann býr og vinnur sem leikmaður AC Milan í Mílanóborg en restin af fjölskyldunni býr í Stokkhólmi. Strákarnir hans eru þrettán og fimmtán ára gamlir og hafa spilað undir nafni móður sinnar, Helena Seger, en þeir heita Maximilian (fæddur 22. september 2006) og Vincent (fæddur 6. mars 2008). „Við ákváðum að gera þetta svo að það væri ekki of mikil pressa á þeim. En það breytir kannski ekki öllu því fólk bendir, talar og hvíslar. Þeir hafa ráðið vel við þetta og eru mjög sterkir,“ sagði Zlatan. Nú er sá eldri harður á því að vera með Ibrahimovic á bakinu. „Hann hefur ákveðið að breyta nafninu og vera Ibrahimovic. Sá yngri er enn svo ungur. Þetta skiptir mig ekki miklu máli því það mikilvægasta er að þeir séu heilbrigðir og líði vel,“ sagði Zlatan. „Ég krefst einskis. Ég vil bara að þeir leggi sig fram og geri sitt besta. Líka að þeir geri þetta fyrir sig sjálfa en ekki fyrir pabba, mömmu eða einhvern annan. Ég hef séð fullt af foreldrum pressa á börnin sín eins og það sé skylda fyrir þau að verða atvinnumenn. Þannig á þetta ekki að vera,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Strákarnir hans Ibrahimovic skráðu sig hjá Hammarby undir eftirnafni móður sinnar til að forðast pressuna og athyglina sem kæmi um leið og menn sjá Ibrahimovic nafnið. Zlatan sagði blaðamanni Dagens Nyheder frá því að eldri strákurinn hans vilji nú vera Ibrahimovic. Zlatan Ibrahimovic avslöjar sonens val: Inte viktigt för mig https://t.co/9cWnhxF7To— Sportbladet (@sportbladet) December 19, 2021 „Hann hefur valið það að vera Ibrahimovic,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við DN. Ibrahimovic hefur átt hlut í Hammarby IF síðan árið 2019. Hann býr og vinnur sem leikmaður AC Milan í Mílanóborg en restin af fjölskyldunni býr í Stokkhólmi. Strákarnir hans eru þrettán og fimmtán ára gamlir og hafa spilað undir nafni móður sinnar, Helena Seger, en þeir heita Maximilian (fæddur 22. september 2006) og Vincent (fæddur 6. mars 2008). „Við ákváðum að gera þetta svo að það væri ekki of mikil pressa á þeim. En það breytir kannski ekki öllu því fólk bendir, talar og hvíslar. Þeir hafa ráðið vel við þetta og eru mjög sterkir,“ sagði Zlatan. Nú er sá eldri harður á því að vera með Ibrahimovic á bakinu. „Hann hefur ákveðið að breyta nafninu og vera Ibrahimovic. Sá yngri er enn svo ungur. Þetta skiptir mig ekki miklu máli því það mikilvægasta er að þeir séu heilbrigðir og líði vel,“ sagði Zlatan. „Ég krefst einskis. Ég vil bara að þeir leggi sig fram og geri sitt besta. Líka að þeir geri þetta fyrir sig sjálfa en ekki fyrir pabba, mömmu eða einhvern annan. Ég hef séð fullt af foreldrum pressa á börnin sín eins og það sé skylda fyrir þau að verða atvinnumenn. Þannig á þetta ekki að vera,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn