Innlent

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt Morgunblaðinu þótti mönnum mikið til rannsóknarinnar koma þegar hún var kynnt vestan hafs.
Samkvæmt Morgunblaðinu þótti mönnum mikið til rannsóknarinnar koma þegar hún var kynnt vestan hafs.

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Frá þessu greinir Morgunblaðið en þar segir að sjúkdómsins verði oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Mergæxli séu ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og hér á landi greinist árlega 20 til 25 með sjúkdóminn.

„Blóðskimun til bjargar“ er þáttur í rannsóknarverkefni á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, sem meðal annars freistar þess að svara því hvort það sé ávinningur af því að skima fyrir mergæxli.

Um 80 þúsund manns tóku þátt í skimunarverkefninu, sem fólst í því að rannsaka blóð sem þegar hafði verið tekið úr fólki af öðru tilefni. Fyrir skimun var lagður spurningalisti fyrir þátttakendur um andlega líðan og áfram verður fylgst með líðan fólks nú þegar niðurstöður liggja fyrir til að kanna áhrif skimunarinnar á andlega heilsu.

Morgunblaðið hefur eftir Sigurði Yngva að þeir sem greindust með vægasta forstig mergæxlis séu nú í eftirliti en þeim sem greindust með svokallað „mallandi mergæxli“ sem er lengra gengið forstig, var boðin lyfjagjöf.

Eru miklar vonir bundnar við þau lyf sem notuð eru í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.