Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 12:52 Baggalútstónleikar fóru fram í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24