Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 14:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars. Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira