„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 13:00 Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er feginn að ekki hafi farið verr. Vísir/Viktor Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51