„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 13:00 Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er feginn að ekki hafi farið verr. Vísir/Viktor Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51