Erlent

Enn einn met­­dagurinn og Frederik­sen boðar hertar að­gerðir

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um tólf dauðsföll af völdum COVID-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi dauðsfalla nú 3.051.
Tilkynnt var um tólf dauðsföll af völdum COVID-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi dauðsfalla nú 3.051. EPA

Alls greindust 9.999 manns með kórónuveiruna í Danmörku síðasta sólarhring. Aldrei áður hafa svo margir greinst á einum sólarhring í landinu frá upphafi faraldursins, en tilkynnt hefur verið um hvern metdaginn á fætur öðrum í Danmörku síðustu daga.

Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum þar sem vísað er í upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir í færslu á Facebook að hún sé ekki í vafa um að þörf sé á hertum aðgerðum til að hægt sé að ná kúrfunni niður.

Inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna COVID-19 fjölgar um níu milli daga, eru nú 517 í heildina.

61 af þeim sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og eru 42 í öndunarvél.

Tilkynnt var um tólf dauðsföll af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn og er heildarfjöldi dauðsfalla nú 3.051.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×