Erlent

Mary prinsessa greindist með CO­VID-19

Atli Ísleifsson skrifar
Mary prinsessa er nú í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn.
Mary prinsessa er nú í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn. Getty

Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni.

Þar segir að hin 49 ára Mary sé nú í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn og að enginn annar í fjölskyldunni hafi greinst með kórónuveiruna.

Þá segir að gripið hafi verið til viðeigandi sóttvarnaráðstafana í híbýlum konungsfjölskyldunnar.

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Danmörku síðustu daga og hefur metfjöldi ítrekað greinst síðustu sólarhringa. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×