Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 12:00 Viðar Örn Kjartansson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var mjög ánægður með frammistöðu sína í fyrri hálfleik. vísir/Hulda Margrét „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira