Kallaður Greta Thunberg fótboltans Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 11:31 Morten Thorsby í baráttunni í leik gegn Lazio. Hann stendur í annars konar baráttu utan vallar. EPA-EFE/SIMONE ARVEDA Norski knattspyrnumaðurinn Morten Thorsby valdi sér treyju númer 2 hjá Sampdoria til að minna á markmið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir tvær gráður. Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby. Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby.
Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira