Karólína Lea skoraði og Glódís Perla stóð vaktina í vörninni er Bayern fór létt með Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 19:40 Karólína Lea brosti sínu breiðasta eftir að hafa komið Bayern yfir. Daniel Kopatsch/Getty Images Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu allan leikinn. Karólína Lea gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira