Karólína Lea skoraði og Glódís Perla stóð vaktina í vörninni er Bayern fór létt með Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 19:40 Karólína Lea brosti sínu breiðasta eftir að hafa komið Bayern yfir. Daniel Kopatsch/Getty Images Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu allan leikinn. Karólína Lea gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira