Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 14:03 Allir þeir aðilar sem hafa verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. SSNE Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þar segir að á dögunum hafi sóknarnefnd Miðgarðakirkju skrifað undir samning við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Þá hafi Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráðinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu í september og urðu ómetanleg menningarverðmæti þar eldinum að bráð. Kirkjan var byggð árið 1867. Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september síðastliðinn.Henning Henningsson Í tilkynningu segir að allir þeir aðilar sem hafi verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. „Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Grímsey í sumar. Kirkjan sem brann var byggð árið 1867.Minjastofnun Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika. Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem verkefninu hafa lagt lið. Þeir standa þó frammi fyrir þeirri áskorun að enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar. Þeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539,“ segir í tilkynningunni. Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Menning Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þar segir að á dögunum hafi sóknarnefnd Miðgarðakirkju skrifað undir samning við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Þá hafi Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráðinn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu í september og urðu ómetanleg menningarverðmæti þar eldinum að bráð. Kirkjan var byggð árið 1867. Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september síðastliðinn.Henning Henningsson Í tilkynningu segir að allir þeir aðilar sem hafi verið ráðnir til verksins eigi það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. „Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nútíma krafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkjan nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síðan í Grímsey í sumar. Kirkjan sem brann var byggð árið 1867.Minjastofnun Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika. Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjaskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem verkefninu hafa lagt lið. Þeir standa þó frammi fyrir þeirri áskorun að enn vantar töluvert fjármagn til uppbyggingarinnar. Þeir sem vilja leggja söfnun fyrir nýrri kirkju lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539,“ segir í tilkynningunni.
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Menning Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02