Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 13:35 Það er fátt sem stendur eftir af kirkjunni. Henning Henningsson. Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð
Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539
Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25