Innlent

Rósa ætlar að halda í bæjar­stjóra­stólinn

Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa
Rósa starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni undir lok seinustu aldar og var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá 2001-2006. Þá var hún varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hún hellti sér út í bæjarpólitíkina árið 2006.
Rósa starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni undir lok seinustu aldar og var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá 2001-2006. Þá var hún varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hún hellti sér út í bæjarpólitíkina árið 2006. Vísir/Vilhelm

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 

Rósa hefur verið bæjarstjóri frá því 2018 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann yfirburðasigur í kosningunum og fékk fimm fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn.

Rósa sóttist ein eftir því að leiða flokkinn í kosningunum fyrir fjórum árum og hlaut góða kosningu í fyrsta sætið. Fjórir gáfu aftur á móti kost á sér í annað sæti listans. Prófkjörið fór fram í mars fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt bæjarstjóra í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ á kjörtímabilinu sem er að líða. Breytingar eru fram undan í Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi þar sem Haraldur Sverrisson, Gunnar Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir hafa ákveðið að segja skilið við hlutverkið.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, staðfesti við fréttastofu á dögunum að hann biði áfram fram krafta sína í Kópavogi en þar hefur hann verið bæjarstjóri frá árinu 2012.


Tengdar fréttir

Kol­brún stefnir á bæjarstjórann í Mosó

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×