Innlent

Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hótel Sögu verður breytt í kennslustofur og stúdentaíbúðir.
Hótel Sögu verður breytt í kennslustofur og stúdentaíbúðir. Stöð 2/Egill

Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í máli Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Formlegar samningaviðræður eiga sér nú stað en gert er ráð fyrir að Menntavísindasvið háskólans nýti um 70 prósent húsnæðisins og Félagsstofnun stúdenta 30 prósent, undir stúdentaíbúðir. 

Jón Atli segir að kaupin séu álitlegur kostur fyrir skólann og ríkið en þau yrði þeim skilyrðum háð að háskólinn mun láta húsnæði í Stakkahlíð, Skipholti og Neshaga ganga upp í kaupin. 

Þannig mun skólinn í raun láta fleiri fermetra af hendi en hann fær á Sögu en heildarstærð húsnæðisins er um 12 þúsund fermetrar. Það sem kæmi upp í kaupin er hinsvegar samtals tæpir 15 þúsund fermetrar.

Í fjáraukalögum sem lögð voru fyrir Alþingi í gær hefur verið bætt inn heimild fyrir ríkið til að kaupa hið sögufræga hótel undir starfsemi Háskóla Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.