Enski boltinn

Aldrei fleiri smit á jafn skömmum tíma í ensku úr­vals­deldinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tottenham hefur þurft að fresta leikjum vegna kórónuveirunnar.
Tottenham hefur þurft að fresta leikjum vegna kórónuveirunnar. Rob Newell/Getty Images

Alls hafa 42 leikmenn enskur úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu smitast af kórónuveirunni á síðustu sjö dögum. Aldrei hafa fleiri leikmenn smitast á jafn skömmum tíma.

Mikil aukning hefur verið í smitum undanfarnar vikur og er enska úrvalsdeildin engin undantekning. 

Manchester United hefur þurft að loka æfingasvæði sínu, Tottenham Hotspur hefur þurft að fresta leikjum og þá hafa Brighton & Hove Albion, Leicester City og Norwich City öll staðfest smit innan sinna raða.

Síðustu sjö daga hafa alls 2295 próf verið framkvæmd innan deildarinnar. Af þeim reyndust 42 einstaklingar smitaðir. Það er hæsta talan frá því enska úrvalsdeildin skikkaði félög deildarinnar til að skima fyrir veirunni. 

Í janúar á þessu ári smituðust 40 leikmenn og var það metið þangað til nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×