Enski boltinn

Manchester United varð að loka æfingasvæðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar í Manchester United  máttu ekki mæta á æfingasvæðið í dag.
Cristiano Ronaldo og félagar í Manchester United  máttu ekki mæta á æfingasvæðið í dag. Getty/Daniel Chesterton

Kórónuveiran ætlar að vera erfið viðureignar fyrir Manchester United og nú hefur verið tekin sú ákvörðun að loka æfingasvæði félagsins í sólarhring.

Auk þessa hafa forráðamenn Manchester United hafið viðræður um frestun á leik liðsins á móti Brentford á morgun.

Leikmenn og starfsmenn hjá United greindust með kórónuveiruna í gær og það er greinilegt hópsmit í gangi hjá félaginu.

Eftir að smitin voru öll staðfest með nákvæmari prófun var ákveðið að best væri að loka Carrington æfingasvæðinu í 24 klukkutíma.

United menn eiga að ferðast til Brentford á morgun en forráðamenn félagsins vilja fá þeim leik frestað.

Það er þeirra skoðun að það sé öruggast að fresta leiknum fremur en að ferðast með þá leikmenn sem hafa ekki greinst með veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×