Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 17:16 Búið er að loka þremur stofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Vísir/Vilhelm Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. Mygla hefur fundist í þremur skólastofum í Laugalækjarskóla en þetta kemur fram í pósti sem Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendi til foreldra barna í skólanum í dag. Myglan fannst undir gólfdúkum í skólastofunum en upphaflega var sendur póstur til foreldra um miðjan nóvember þar sem greint var frá því að mygla hefði fundist í einni stofu í norðurhúsi skólans. Nú hefur mygla greinst í tveimur stofum til viðbótar og hefur þeim verið lokað. Þær eru við hliðina á stofunni þar sem myglan fannst upphaflega. Í samtali við fréttastofu sagðist Jón Páll Haraldsson vera vongóður um að búið sé að finna orsök vandans. „Ég held við séum búin að finna orsök vandans og bendir allt til þess að þetta sé bara í stofum við hliðina á. Þetta er undir dúk og undir ílögn, það á að vísu eftir að staðfesta það. Það er minna í stofunum við hliðina á þeirri þar sem mygla fannst fyrst. Það munu fara fram prófanir allt í kring,“ sagði Jón Páll þegar fréttastofa sló á þráðinn til hans í dag. Í póstinum sem sendur var á foreldra í dag kemur fram að fyrir þremur árum hafi komið upp vatnsleki úr ofnalögn í útvegg stofunnar þar sem myglan fannst upphaflega í nóvember. Gert var við lögnina sumarið 2019 og stóðu vonir til að vandinn væri að baki. Í kjölfarið hafi ekki verið ánægja með loftgæði en loftsýni hafi þó ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Núna í haust hafi kjarnasýni leitt í ljós að mygla sé í lími undir gólfdúk. Nemendur í 9. og 10.bekk Laugalækjarskóla geta ekki mætt í skólann næstu daga.Vísir/Vilhelm „Krakkar í skólanum sem hefur ekki liðið vel“ Jón Páll sagði að allir hafi verið betur andlega undirbúnir fyrir þær fréttir sem bárust í dag en upphaflega áfallið hafi verið í nóvember þegar fyrsta stofan var tekin í notkun. „Þá var þetta raunverulegt en núna vorum við betur búin undir þetta.“ Hann segir að nemendur hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Viðbrögð foreldra hafi öll verið á hófstilltum nótum. „Það eru krakkar í skólanum sem hefur ekki liðið vel. Þetta eru góðar og slæmar fréttir fyrir þau, það er gott að búið sé að finna rót vandans en slæmt að þetta sé staðreynd.“ Jón Páll Haraldsson er skólastjóri í LaugalækjarskólaVísir/Egill Óljóst hvar verður kennt Í póstinum sem sendur var á foreldra í dag kemur fram að skólinn sé í vandræðum með húsnæði nú þegar búið sé að loka þremur skólastofum. Næstu þrjá daga þurfi nemendur í 9. og 10.bekk að skiptast á að vera heima. Þá sé verið að leita að húsnæði til að nota eftir áramót á meðan viðgerðir standa yfir. „Það er á borði Eignasviði Reykjavíkurborgar og þeir eru með það í skoðun. Það er alfarið þeirra að finna húsnæði og ég er ekki með á hreinu hvernig það gengur eða hvort búið sé að útiloka eitthvað. Það er verið að reyna að finna eitthvað í nágrenninu,“ segir Jón Páll. Hann segir að heppilegt sé að nemendur séu nýbúnir að fá fartölvur frá Reykjavíkurborg til að nota í náminu. „Þau verða að einhverju leyti í sjálfsnámi en við reynum að styðja þau í gegnum netið. Við náum ekki að setja upp einhverja flotta netkennslu með svona stuttum fyrirvara.“ Laugalækjarskóli er enn einn skólinn í röð þeirra þar sem mygla hefur fundist á síðustu misserum en Hagaskóli, Fossvogsskóli og Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ hafa öll lent í vandræðum vegna myglu. Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Heilsa Grunnskólar Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Mygla hefur fundist í þremur skólastofum í Laugalækjarskóla en þetta kemur fram í pósti sem Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendi til foreldra barna í skólanum í dag. Myglan fannst undir gólfdúkum í skólastofunum en upphaflega var sendur póstur til foreldra um miðjan nóvember þar sem greint var frá því að mygla hefði fundist í einni stofu í norðurhúsi skólans. Nú hefur mygla greinst í tveimur stofum til viðbótar og hefur þeim verið lokað. Þær eru við hliðina á stofunni þar sem myglan fannst upphaflega. Í samtali við fréttastofu sagðist Jón Páll Haraldsson vera vongóður um að búið sé að finna orsök vandans. „Ég held við séum búin að finna orsök vandans og bendir allt til þess að þetta sé bara í stofum við hliðina á. Þetta er undir dúk og undir ílögn, það á að vísu eftir að staðfesta það. Það er minna í stofunum við hliðina á þeirri þar sem mygla fannst fyrst. Það munu fara fram prófanir allt í kring,“ sagði Jón Páll þegar fréttastofa sló á þráðinn til hans í dag. Í póstinum sem sendur var á foreldra í dag kemur fram að fyrir þremur árum hafi komið upp vatnsleki úr ofnalögn í útvegg stofunnar þar sem myglan fannst upphaflega í nóvember. Gert var við lögnina sumarið 2019 og stóðu vonir til að vandinn væri að baki. Í kjölfarið hafi ekki verið ánægja með loftgæði en loftsýni hafi þó ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Núna í haust hafi kjarnasýni leitt í ljós að mygla sé í lími undir gólfdúk. Nemendur í 9. og 10.bekk Laugalækjarskóla geta ekki mætt í skólann næstu daga.Vísir/Vilhelm „Krakkar í skólanum sem hefur ekki liðið vel“ Jón Páll sagði að allir hafi verið betur andlega undirbúnir fyrir þær fréttir sem bárust í dag en upphaflega áfallið hafi verið í nóvember þegar fyrsta stofan var tekin í notkun. „Þá var þetta raunverulegt en núna vorum við betur búin undir þetta.“ Hann segir að nemendur hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Viðbrögð foreldra hafi öll verið á hófstilltum nótum. „Það eru krakkar í skólanum sem hefur ekki liðið vel. Þetta eru góðar og slæmar fréttir fyrir þau, það er gott að búið sé að finna rót vandans en slæmt að þetta sé staðreynd.“ Jón Páll Haraldsson er skólastjóri í LaugalækjarskólaVísir/Egill Óljóst hvar verður kennt Í póstinum sem sendur var á foreldra í dag kemur fram að skólinn sé í vandræðum með húsnæði nú þegar búið sé að loka þremur skólastofum. Næstu þrjá daga þurfi nemendur í 9. og 10.bekk að skiptast á að vera heima. Þá sé verið að leita að húsnæði til að nota eftir áramót á meðan viðgerðir standa yfir. „Það er á borði Eignasviði Reykjavíkurborgar og þeir eru með það í skoðun. Það er alfarið þeirra að finna húsnæði og ég er ekki með á hreinu hvernig það gengur eða hvort búið sé að útiloka eitthvað. Það er verið að reyna að finna eitthvað í nágrenninu,“ segir Jón Páll. Hann segir að heppilegt sé að nemendur séu nýbúnir að fá fartölvur frá Reykjavíkurborg til að nota í náminu. „Þau verða að einhverju leyti í sjálfsnámi en við reynum að styðja þau í gegnum netið. Við náum ekki að setja upp einhverja flotta netkennslu með svona stuttum fyrirvara.“ Laugalækjarskóli er enn einn skólinn í röð þeirra þar sem mygla hefur fundist á síðustu misserum en Hagaskóli, Fossvogsskóli og Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ hafa öll lent í vandræðum vegna myglu.
Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Heilsa Grunnskólar Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri. 19. október 2021 23:48