Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 17:45 Steven Gerrard þakkar Jürgen Klopp fyrir leikinn. Gerrard var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum. Clive Brunskill/Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm. „Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira
„Mér fannst Liverpool heilt yfir betra liðið í dag,“ sagði Gerrard að leik loknum. „Þeirra stíll var betri en okkar, en við gerðum virkilega vel að halda aftur að þeim á löngum köflum í leiknum.“ „Þegar allt kemur til alls þá ræðst leikurinn á einu víti. Það voru tvö atvik þar sem hefði verið hægt að dæma víti í dag og Liverpool fékk sitt víti. Ef þú horfir á það aftur, þá braut Salah á Mings fyrst.“ Eins og áður segir var Gerrard þó nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna gegn virkilega vel mönnuðu liði Liverpool. „Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar maður tapar fótboltaleikjum. Við vissum að þetta yrði flókið verkefni því þú þarft að fylgja straumnum fyrstu 20-25 mínúturnar gegn liðum eins og Liverpool. Við enduðum leikinn betur, með meiri trú og nokkur fín tækifæri.“ Gerrard minntist á tvö atvik þar sem hægt hefði verið að dæma vítaspyrnu, en það seinna kom undir lok leiksins þegar Alisson kom í úthlaup og virtist mögulega brjóta á Danny Ings. „Ef að handleggur kemur nálægt Alisson þá er það brot, þannig að af hverju fær Ings ekki brotið?“ velti Gerrard fyrir sér. „Þetta eru spurningar sem ég vill fá svör við, en ég get ekki svarað þeim núna.“ Gerrard livid with officials who didn't check Danny Ings' penalty incident. "If an arm goes anywhere near Alisson, it’s a foul. So why isn’t a foul given for Danny Ings? They are the questions I’d like answering, but I can’t answer them right now." #AVFC— Ashley Preece (@PreeceObserver) December 11, 2021 Knattspyrnustjórinn viðurkenndi þó að sennilega hefði hann átt að láta vaða aðeins fyrr til að freista þess að jafna leikinn, en að það sé erfitt gegn liði sem refsar þér jafn grimmilega og Liverpool. „Þegar ég horfi til baka hefði ég kannski átt að setja meira púður í sóknina aðeins fyrr, en þú verður að vera varkár gegn liði eins og Liverpool svo að þeir skori ekki mark númer tvö, þrjú eða fjögur. Við töpuðum á vafasömu víti því að ef þú horfir almennilega á þetta þá var brotið fyrst á Tyrone [Mings]. Það sem er svekkjandi er að dómarinn fór ekki að skoða þetta.“ Að lokum hrósaði Gerrard sínu liði fyrir ákveðni og áræðni sína í leiknum og segir að hægt sé að byggja á frammistöðunni í næsta leik. „Þegar við horfum á ákveðnina og áræðnina sem leikmennirnir sýndu þá gæti ég ekki verið ánægðari eða stoltari. Við eigum erfiðan leik gegn Norwich í miðri viku og þar er tækifæri fyrir okkur að koma til baka og ná í jákvæð úrslit,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Sjá meira