Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2021 09:26 Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“ Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“
Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu