Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2021 09:26 Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“ Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“
Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent